Ágætis byrjun

Það er marg gott sem þarna kemur fram en sumt ekki eins gott. Óttast þá hugsun fyrir landsbyggðina ef landið verður eitt kjördæmi svo finnst mér óþarfi að auka völd forsetans og hvað þá að bæta við varaforseta, eigum fullt í fangi með einn. Mjög jákvætt finnst mér að standa vörð um Íslenska tungu enda er hún auðlind útaf fyrir sig.
mbl.is Grunngildin skýrð á þjóðfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert sem réttlætir það að eitt atkvæði gildir meira en annað. Allar formúlur aðrar en að meirihluti atkvæða gildi eru bara mismiklar skekkjur á lýðræðinu.

Ef það á að mismuna fólki vegna búsetu af hverju þá ekki á fleiri sviðum? Gefa t.d. samkynhneigðum og innflytjendum 10-20x meira vægi.

Nei nei í lýðræði eiga allir að vera jafnir.

Og hugmyndin um varaforseta er góð. Það hefur sýnt sig að ráðherrum er ekki treystandi fyrir því að taka við þegar hann fer úr landi. Manstu ekki eftir uppreisnar æru Árna Johnsen? Forsetinn er kosinn beint af þjóðinni og það er mikilvægt að sama eigi við um staðgengil hans.

Geiri (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 21:29

2 Smámynd: Þórhallur Sigurvin Jónsson

Ætlar þú að hafa aðila á fullum launum við það að leysa forsetann af nokkrar vikur á ári? Þú ert greinilega Reykjvíkingur sem villt að landsbyggðinn verði valdalaus með öllu eða vinnumaurar fyrir valdið í borginni. Eins og mun fara ef landið verður eitt kjördæmi

Þórhallur Sigurvin Jónsson, 6.11.2010 kl. 21:36

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Þórhallur

Getur þú útskýrt fyrir mér á hvern hátt landsbyggðin hefur notið góðs af núverandi kjördæmaskipan. Flest byggðarlög á landsbyggðinni eru í sárum og það er ekki síður um að kenna þingmönnum sem hafa komið að landsbyggðinni. Kjördæmapot og hrossakaup hafa leitt til vondra ákvarðanna og afglapa sem hafa skaðað alla þjóðina og ekki síst landsbyggðina.

Helmingur þeirra sem búa á höfuborgarsvæðinu eru aldir upp á landsbyggðinni og er annt um hana.

Það er algjör miskilningur að Reykvíkingum sé ekki annt um landsbyggðina enda eru þeir líka Íslendingar.

Þú ættir frekar að hafa áhyggjur af þessum 3.5% Íslendinga sem draga til sín alla verðmætasköpun í landinu og múta stjórnmálamönnum með framlögum til stjórnmálaflokka, til þeirra sjálfa og með því að ráða börnin þeirra í vinnu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.11.2010 kl. 22:39

4 Smámynd: Þórhallur Sigurvin Jónsson

Sæl Jakobína góðir punktar hjá þér. Það er kannski fullmikið að segja að helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu séu af landsbyggðinni. Það er mörgum Reykjvíkingum illa við landsbyggðina og finnst peningum sem eytt er úr ríkissjóði illa varið þar. Þó að miklar tekjur komi í hann frá landsbyggðinni. Það sem ég óttast er það að sá þverskurður sem á að vera á komandi stjórnlagaþingi verði eingöngu frá höfuðborgarsvæðinu og þar með heyrast ekki raddir allra landsmanna þar. En hvað um það. Ég hef miklar áhyggjur af þessum 3-5% það þarf að setja skýra reglur um siðferði í Íslenskum stjórnmálum. Ég er ekki beint á móti því að landið sé eitt kjördæmi ef rétt er að staði. Ég vil þá jafnframt að um persónukjör verði að ræða óháð flokkum. Gangi þér allt í haginn

Þórhallur Sigurvin Jónsson, 6.11.2010 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband