30.11.2010 | 17:30
Úff
Það er hægt að afgreiða þetta í fáum orðum. Hlutfall vinstrimanna á stjórnlagaþingi langt yfir hættumörkum og allt landið eitt kjördæmi dauðadæmt ef hægt á að vera að lifa á landsbyggðini.
25 kjörin á stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski ef einhverjir hægrimenn hefðu nennt á kjörstað þá væri niðurstaðan meira þér að skapi.
Edda (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 17:48
já örugglega. Vítavert ábyrgðarleysi
Þórhallur Sigurvin Jónsson, 30.11.2010 kl. 18:19
Af hverju eru landsbyggðarmenn svona hræddir. Fúlir að hafa ekki fengið að greiða 3 atkvæði hver eins og í alþingiskosningum. Það er 100% sanngjarnt að allir hafi jafngild atvæði sama hvar þeir eru búsettir. Hvað haldið þið að þessir menn og konur sem voru kjörin setji ákvæði í stjórnarskrána sem kemur sér illa fyrir landsbyggðina. Þvílíkt kjaftæði, stjárnarskráin á ekki að snúast um sérhagsmuni.
Óli (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 20:15
Guð blessi stjórnlagaþing og gefi þeim hugrekki, kjark og visku þá sem þarf til að standast freistingar og lenda ekki í gildrum. Stjórnlagaþingsmaður sem hlustar á sína innstu rödd, sem liggur dýpra en bæði tilfinningar og hugsanir, og hlýðir henni mun ekki breyta rangt. Ef þeir hlýða boðum andans tekst þeim að rísa undir þessari miklu ábyrgð og valda henni eins og menn, en það hefur lengi vantað menn, í orðsins sönnu og réttu merkingu, í íslensk stjórnmál.
Hrafn (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.